Heim / Blogg / News
News

Við kynnum: The Curl Effect® by RevitaLash Cosmetics

Jan 14, 21
Image of RevitaLash Advanced tube and applicator

Það er ekkert leyndarmál að konur þrá löng, dökk, þétt og lyft augnhár – og að þær leggja oft mikið á sig til að ná því útliti. Frá augnhárabretturum og maskara til augnháralenginga og annarra lausna, eru óteljandi möguleikar í boði til að fegra augnhárin. En það er eitt lítt þekkt leyndarmál sem við ætlum að deila með þér – og það felst í töfrum RevitaLash® Advanced.

Kynntu þér The Curl Effect® – byltingarkennda leið til að gefa augnhárunum náttúrulegt sveig með einni stroku af hinu margverðlaunaða, mest selda og algjörlega ómissandi augnháraserumi okkar. Tæknin er svo framúrskarandi að hún er meira að segja einkaleyfisvarin!

Hvernig Virkar Þetta?

RevitaLash® Advanced er þekkt um allan heim sem leynivopn fyrir fallegri augnhár – það styrkir, nærir, gefur ljóma og gerir augnhárin enn glæsilegri. En ef það væri ekki nóg, þá erum við stolt af því að tilkynna að það eykur einnig náttúrulega sveigju augnháranna þinna. Þetta má þakka einstöku RevitaLash Science – einnig þekkt sem BioPeptin Complex®. Þessi sérhannaða blanda innihaldsefna veitir augnhárunum ekki aðeins næringu til að dafna, heldur gefur þeim einnig fallega lyftingu!

Kominn tími til að kveðja augnhárabrettarann

Með RevitaLash® Advanced í daglegri rútínu geturðu nú endanlega kvatt augnhárabrettarann. Módelið okkar, Kim, sem sést á myndunum hér að neðan, upplifði 17 gráðu aukningu í náttúrulegu sveigi augnháranna!*

Before and after image of the curl effect after using RevitaLash Advanced

 

Góð ráð: Þó að þú getir vissulega notað RevitaLash® Advanced í stað augnháralyftingar (lash lift), þá munt þú einnig verða heilluð af því hversu mögnuð útkoman er þegar .að tvennt er notað saman! Halló, náttúrulegt augnhár!

Eitt augnháraserum, margir kostir

Þú gerur haft falleg náttúruleg og glæsileg augnhár án þess að þurfa að fara á stofu. Með RevitaLash® Advanced geturðu ekki aðeins endurvakið fegurð náttúrulegu augnháranna þinna heldur gefið þeim fallegt sveigju og útlitið verður töfrandi.

  

*Curl results from using RevitaLash® Advanced Eyelash Conditioner for 6 months. User results may vary.

    Aðrir póstar