Heim / Blogg / Fréttir
Fréttir

Spurningar og svör: Af hverju er Enhancing Foam nauðsynleg fyrir fíngert hár og hár sem er að þynnast?

Jul 07, 23
Spurningar og svör: Af hverju er Enhancing Foam nauðsynleg fyrir fíngert hár og hár sem er að þynnast?

Ef þú hefur séð hvað RevitaLash tækni getur gert fyrir augnhárin og augabrúnirnar þínar, þá veist þú hvers vegna við þróuðum Volume Enhancing Foam –Stjörnuhárvaran okkar sem notar sömu tækni sem þróuð er af læknum til að mæta þörfum hárs sem er fíngert og þunnt.

Þessi froða veitir fyllingu og glæðir hárið lífi og glans. Froðan inniheldur einsog best seldu serumin okkar fyrir augnhár og augabrúnir, sérhæfða BioPeptin® Complex – sem er byltingarkennd blöndu af lípíðum, peptíðum, bíótíni og pantenóli.

Formúlan er háþróuð og hefur unnið til margra verðlauna, þar á meðal 2023 Harper’s Bazaar verðlaunin fyrir „Best fyrir þunnt hár“ og 2020 Elle Future of Beauty verðlaunin. Hún er uppáhald þeirra sem vita hvað þeir vilja, og þrá glæsilegt hár.

Hér skoðum við nánar hvað gerir þessa vöru ómissandi og svörum þeim spurningum sem flestir hafa um Volume Enhancing Foam.

HVAÐ ER VOLUME ENHANCING FOAM?
Volume Enhancing Foam er fyrir bæði kyn til að hjálpa við að vinna gegn hárlosi, næra það, styrkja og mýkja hár. Froðan ver hárið gegn broti og hárið verður þéttara og fallegra. Þessi formúla sem þróuð er af læknum bætir teygjanleika hársins og hjálpar einnig við að næra hársvörðinn.

FYRIR HVERJA ER VOLUME ENHANCING FOAM?
Volume Enhancing Foam mætir þörfum bæði karla og kvenna sem hafa áhyggjur af fínu, þunnu eða líflausu hári.

HVAÐ EIGA INNIHALDEFNI Í VOLUME ENHANCING FOAM AÐ GERA FYRIR ÞUNNT OG FÍNGERT HÁR?
Formúlan sem þróuð er af læknum er styrkt með háþróuðum, vísindalegum innihaldsefnum sem hjálpa hárinu að líta sem best út:

  • BioPeptin Complex®: Sérhæfð tækni sem inniheldur lípíð, peptíð, bíótín og pantenól til að hjálpa til við að næra, styrkja og mýkja hár, á meðan það ver gegn broti og þurrki.
  • Ginseng & Swertia Japonica: Plöntur sem eru ríkar af andoxunarefnum og B-vítamínum sem hjálpa við að vernda og endurnýja.
  • Saw Palmetto: Ríkt af fitusýrum og plöntu steróum, þessi plöntutegund hjálpar til við að næra og auka glans.
  • Aminósýrur og B-vítamín: Aðstoða við að styrkja, mýkja og næra hárið.

MÉR LÍKAR EKKI ÞUNG HÁRVÖRUR. MUN VOLUME ENHANCING FOAM ÞYNGJA HÁRIÐ?
Nei alls ekki. Formúlan er létt, auðvelt í notkun og hárið verður glansandi og með meiri fyllingu án þess að það verði þungt.

HVER ER MUNURINN Á VOLUME ENHANCING FOAM OG ANNARRI SEFANDI MEÐFERÐ FYRIR HÁRSVÖRÐ?
Einsog sumar línur fyrir hársvörð, hjálpar formúla okkar einnig við að næra hársvörðinn og býr til umhverfi þar sem heilbrigt hár getur vaxið. En margir tengja serum við eitthvað sem skilur eftir sig fitu og gæti gert hárið flatt og líflaust. Volume Enhancing Foam er létt og gefur hreina tilfinningu og fyllingu í hárið. Það má nota hana í bæði blautt og þurrt hár og auðvelt að nota hana með öðrum hárvörum sem þú notar.

HVENÆR MÁ ÉG VÆNTA ÞESS AÐ SJÁ ÁRANGUR AF VOLUME ENHANCING FOAM?
Þó að árangur geti verið mismunandi, þá taka margir notendur eftir breytingum á hárinu sínu við fyrstu notkun. Í óháðri 4 vikna neytendarannsókn á 33 þátttakendum (karlar og konur) sem notuðu Volume Enhancing Foam, sögðu 97% að fíngert hár þeirra líti út/vera með meiri fyllingu. 94% sögðu að þunnt hár þeirra liti út fyrir að vera þykkara, heilbrigðara og endurnært. Og 85% sögðu að fíngert, þunnt hár við hárlínuna liti út fyrir að hafa meiri fyllingu og það væri minna brothætt.

HVE LENGI DUGAR FROÐAN?
Flaska af Volume Enhancing Foam inniheldur um það bil 3,5 mánaða skammt þegar hún er notuð samkvæmt leiðbeiningum. Hversu lengi froðan endist fer eftir hárslengd og tegund. Fyrir styttra eða fíngerðara hár gæti helmingur pumpu verið nóg og því dugað lengur.

MÁ ÉG NOTA VOLUME ENHANCING FOAM MEÐ ÖÐRUM HÁRVÖRUM?
Algjörlega. Volume Enhancing Foam virkar frábærlega ein sér, og einnig með  Thickening Shampoo og Thickening Conditioner. Það má líka nota í með öðrum hárvörum.

HVAÐ EF ÉG LITA HÁRIÐ?
Volume Enhancing Foam er örugg fyrir litað hár og hægt að nota bæði á litað og meðhöndlað hár.

TIL AÐ NÁ SEM BESTUM ÁRANGRI, ÞARF ÉG AÐ NOTA VOLUME ENHANCING FOAM MEÐ THICKENING SHAMPOO/CONDITIONER?
Við mælum með að nota þrjár vörur í Volumizing Hair Collection sem heildarferli. Thickening Shampoo og Thickening Conditioner.  Vörurnar eru hannaðar til að vinna saman með Volume Enhancing Foam, umbreyta hárinu svo það líti út fyrir að vera fullkomnara, þykkara og endurnært. Hins vegar má nota Volume Enhancing Foam daglega í blautt eða þurrt hár, svo þú getur notað vöruna á þeim dögum sem þú þværð  ekki hárið.


Aðrir póstar