MARGIR HERMA, EN VARAN ER EKKI SÚ SAMA

Við vinnum ötullega að því að stöðva sölu á RevitaLash® Cosmetics vörum sem eru falsaðar eða seldar á svörtum markaði. Við vitum að öryggi þitt og ánægja skipta öllu máli fyrir upplifun þína á vörunni og því tökum við sölu á vörum, sem átt hefur verið við og/eða eru falsaðar útgáfur af vörum okkar, afar alvarlega. Við tökum áfram nauðsynleg skref til að vernda vörumerkið okkar og neytendaupplifun þína um allan heim.

VARIST FALSAÐAR VÖRUR

Sem leiðandi á heimsvísu í okkar flokki, og sem vaxandi og sífellt eftirsóttara vörumerki, erum við meðvituð um að óheimiluð vefsvæði selji vörur sem líta út eins og RevitaLash® Cosmetics-vörur, en það er viðvarandi vandamál.

 

Á þessari internetöld er það ekki jafnerfitt og það var fyrir svindlara að falsa umbúðirnar okkar (kassa og túpur), vöru og lógó til að reyna að plata grunlausa neytendur. Við höfum persónulega fundið falsaðar vörur sem litu afar trúverðuglega út.

 

Margar af vörunum sem eru seldar á þessum vefsvæðum hafa verið opnaðar, er ekki pakkað inn í plast, eru ekki formúlurnar okkar, koma í skemmdum og/eða útrunnum kössum (eða engum kassa), á þær vantar birgðastýringarnúmer, þær innihalda stafsetningarvillur og fleira.

 

Þessar vörur geta verið falsaðar, eða þá að átt hefur verið við þær og þess vegna hvetjum við þig til að nálgast vöruna með varúð og kaupa RevitaLash® Cosmetics vörurnar þínar aðeins hjá heimiluðum RevitaLash® Cosmetics endurseljendum til að tryggja öryggi þitt og fjárfestingu þína. Hægt er að finna lista yfir smásöluaðila á netinu hér fyrir neðan.

HVAÐ GETUR ÞÚ GERT?

Eina leiðin til að tryggja öryggi vörunnar þinnar og forðast að kaupa falsaða vöru eða vöru sem átt hefur verið við er að kaupa beint af revitalash.com, RevitaLash® Cosmetics vefsvæði á þínum markaði, eða frá heimiluðum og heiðarlegum endurseljanda.

 

Vertu meðvituð/meðvitaður um að þrátt fyrir að við eltumst af kostgæfni við og lokum reglulega vefsvæðum sem selja falsaða vöru eða vöru sem átt hefur verið við nota seljendurnir oftast ekki alvöru nafn sitt og breyta oft nöfnum vefsvæða og vefslóða til að komast inn á markaðinn undir öðru nafni, allt fyrir skjótan gróða á þinn kostnað.

HELDURÐU AÐ VARAN ÞÍN SÉ FÖLSUÐ?

Hafðu athyglina í lagi þegar þú kaupir vörur okkar á netinu. Ef þú kaupir eitthvað sem lítur út eins og RevitaLash® Cosmetics vara sem átt hefur verið við eða er ekki í upprunalegum pakkningum skaltu hafa samband við okkur í síma +(354) 8970908 og deila upplýsingum um kaup þín svo við getum skoðað málið eftir löglegum leiðum. Þannig geturðu hjálpað okkur í baráttunni gegn fölsuðum vörum og vefsvæðum til góðs fyrir alla neytendur.

 
Fylltu þetta eyðublað vinsamlega út með upplýsingum um vöruna sem þú telur að sé fölsuð.

Hafðu Samband

BESTU LEIÐIR TIL AÐ FORÐAST FALSAÐAR VÖRUR

Hér eru nokkur ráð til að vita hvernig á að kaupa alvöru RevitaLash® Cosmetic vörur:

 

  • Kauptu beint af www.revitalash.is
  • Kauptu frá opinberum endurseljendum.
  • Er vöruverðið of gott til að vera satt? Þá er það líklega það.

 

Allar RevitaLash® Cosmetics vörur fara í gegnum ítarlega öryggisprófun og eru hannaðar til notkunar eins og kemur fram í notkunarleiðbeiningunum. Falsaðar vörur gætu valdið aukaverkunum.

OPINBERIR ENDURSELJENDUR Á NETINU

Hægt er að kaupa ósviknar RevitaLash® Cosmetics vörur á netinu AÐEINS í gegnum endurseljendur á þessum lista. Ef smásöluverslunin sem þig langar til að kaupa af er ekki á þessum lista skaltu forðast að kaupa vörur þaðan og velja í staðinn opinberan endurseljanda. 

hagkaup.is