RevitaLash® Cosmetics var stofnað árið 2006 af hinum nafntogaða augnlækni dr. Michael Brinkenhoff, sem skapaði fyrsta augháraserumið í þeirri von að hjálpa eiginkonu sinni Gayle að líða betur með útlitið meðan hún barðist hetjulega við brjóstakrabbamein. Vörumerkið byrjaði með margfrægu augnháraserumi og síðan þá höfum við þróað heila vörulínu sem er hönnuð til að auka náttúrulega fegurð og innri kraft allra kvenna. Við vorum fyrst í heiminum til að þróa augnháraserum og höldum áfram að vera það, leiðandi á sviði augnhára og augabrúna, og við erum EINA vörumerkið sinnar tegundar sem er þróað af augnlækni.
Algengar spurningar
Ert þú ert með spurningu um einhverja vöru hjá okkur eða upplýsingar um sendingar og skil? Þá finnuru svarið hér.

Almennt
Öryggi, ábyrg samsetning og úrvalsupplifun neytenda eru í forgrunni við þróun vara okkar. Við vinnum með fyrsta flokks efnafræðingum í snyrtiiðnaðinum til að tryggja framúrskarandi samsetningu og við leiðum ábyrga þróun með því að nota bestu fáanlegu innihaldsefnin sem mæta ströngum heilsu- og öryggiskröfum. Nýjar vörur frá RevitaLash Cosmetics eru yfirfarnar af sérfræðingum eins og húðlæknum og/eða augnlæknum og gangast undir strangar prófanir á óháðum rannsóknarstofum til að tryggja öryggi þeirra. Ennfremur eru vörur prófaðar af utanaðkomandi neytendarannsóknum til að ábyrgjast allra bestu vörurnar sem veita neytendum framúrskarandi upplifun. Við erum einstök í snyrtibransanum að því leyti að við tökum 2-4 ár að koma nýrri vöru á markað. Það er ekki hægt að flýta fyrir öryggi og gæðum. Vöruþróun RevitaLash Cosmetics snýst aldrei um að flýta framleiðslunni.
RevitaLash Cosmetics-vörur gangast undir strangar öryggisprófanir sem síðan eru yfirfarnar frekar af augnlæknum og/eða húðlæknum. Við förum lengra en staðlaðar prófanir sem iðnaðurinn gerir kröfur til, til að tryggja öryggi við notkun á húðina og tryggja að vörur sem notaðar eru á viðkvæmu augnsvæðinu hafi enga lífeðlisfræðilega áhættu fyrir augað. Til dæmis þarf augnháraserumið okkar að standast eftirfarandi próf áður en við setjum þau á markað:
1. Prófun innanhúss fyrir lokasamsetningu
2. Augnöryggi
3. Augnnæmisprófun
4. Húðnæmisprófun
5. Stöðugleikaprófun
6. Verkun rotvarnarefna (örverueyðandi efna) samkvæmt mörgum lyfjaskrárstöðlum
7. Utanaðkomandi vöruumsagnir/viðmiðun neytenda fyrir staðfestingu þriðja aðila á frammistöðu vöru
Sjá hér neðar á síðunni.
Ef varan er keypt á óheimiluðu vefsvæði eða frá óheimiluðum endursöluaðila getum við ekki staðfest heilindi eða uppruna vörunnar.
Til að fá nánari upplýsingar um falsaðar vörur, opinbera endursöluaðila og óheimilaða endursöluaðila skaltu fara á: Löggildir seljendur
Vörurnar okkar hafa geymsluþol í óopnuðum pakkningum í 24 til 36 mánuði. Smelltu hér til að skoða fyrningardagsetningu vörunnar þinnar.
Nota ætti vörurnar okkar innan 12 mánaða frá því að þær voru opnaðar (fyrir augnhára- og augabrúnaserum, hárvörur, Lash & Brow Masque og Micellar Water Lash Wash) og innan 6 mánaða frá því að þær voru opnaðar (fyrir litaðar snyrtivörur), að því gefnu að varan sé notuð fyrir fyrningardagsetninguna.
Ef þú ert með spurningar varðandi geymsluþol vöru skaltu senda tölvupóst á info@revitalash.is
Já, allar vörurnar okkar henta báðum kynjum.
Það eru engin paraben-efni í RevitaLash® Cosmetics-vörunum, fyrir utan í RevitaLash® Advanced-formúlunni í Japan, vegna tilmælum landsins.
Öryggisprófanir sem fyrirtækið okkar gerir felur EKKI í sér prófanir á dýrum og framleiðsla á öllum vörum RevitaLash® Cosmetics er cruelty-free.
Já, allar vörulínurnar okkar eru glútenlausar.
Allar vörulínurnar okkar, fyrir utan Hi-Def Brow Gel, eru olíulausar.
Sýnt hefur verið fram á öryggi vara okkar í mörgum rannsóknum sem gerðar hafa verið af óháðum rannsóknarstofum. Sýnt hefur verið fram á að vörur okkar í þessum prófum eru öruggar fyrir hár og húð hjá fullorðnum einstaklingum. Ef þú gengur með barn, ert með barn á brjósti eða ert að gangast undir einhvers konar læknismeðferð og hefur áhyggjur af notkun einhverrar vöru ættirðu engu að síður að ráðfæra þig við lækninn þinn.