ÁHRIF OKKAR
Yfir einn milljarða augnhára fegraður. Óteljandi líf snert - þökk sé þér.
FEGURÐ MEÐ TILGANG
„Við höfum þróað þessar vörur til að blása lífi í hug og líkama. Þaðan sækir RevitaLash innblástur sinn.“
Saga okkar hófst árið 2006 með einni vöru: upprunalegu augnháranæringunni sem læknir bjó til handa elskulegri eiginkonu sinni til að henni liðið betur með útlitið meðan á langri baráttu hennar við brjóstakrabbamein stóð.
Í dag bjóðum við upp á heilt safn snyrtivara sem auka heilbrigði og náttúrulega fegurð augnháranna, augabrúna og hárs, um leið og við gefum til baka til málefnisins þar sem þetta allt hófst, á hverjum degi, allt árið um kring. Og við gætum þetta ekki án þinnar hjálpar. Í hvert sinn sem þú kaupir hefur það jákvæð áhrif á rannsóknir, meðferð og fræðslu um brjóstakrabbamein og dýpkar áhrif okkar, saman.
Langar þig að hafa áhrif?
Kynntu þér hvernig við gefum til baka með þinni aðstoð.
MINNING GAYLE
Meðstofnandi okkar, Gayle Brinkenhoff, sýndi það í verki að það er mögulegt að lifa innihaldsríku og ástríðufullu lífi, jafnvel þegar hún greindist með brjóstakrabbamein. Gayle veitti eiginmanni sínum, Michael Brinkenhoff lækni innblástur til að stofna RevitaLash® Cosmetics. Ástríða hennar til að gefa til baka leiðir störf okkar í dag.
Stoltustu augnablikin
2006
Hið upprunalega augnháraserum
Stofnandi okkar, augnlæknirinn Michael Brinkenhoff, býr til fyrsta augnháraserumið til að hjálpa ástkærri eiginkonu sinni Gayle að líða betur með útlitið meðan á baráttu hennar við brjóstakrabbamein stendur.
2007
Fyrsta augnháraserumið selst
Nýsköpun dr. Brinkenhoffs gefur svo ótrúlegar niðurstöður að henni verður að deila. Fyrsta augnháraserumið kemur á markaðinn og skapar þannig nýjan flokk í snyrtibransanum. Gayle Brinkenhoff býr til nýyrðið: RevitaLash.
2007
Fyrsta vörusýningin
Við komum fram á fyrstu vörusýningunni okkar, International Esthetics, Cosmetics & Spa ráðstefnunni í Las Vegas. Nú geta fegrunarfræðingar um öll Bandaríkin deilt seruminu sem styrkir augnhárin og er á allra vörum.
2008
RevitaLash Cosmetics fer í sölu um allan heim
Næsta stopp: Deilum leyndarmálinu að ótrúlegum augnhárum með öllum heiminum. Byltingarkennda augnháraserumið okkar fer í sölu á sínum fyrsta alþjóðlega markaði; Stóra-Bretlandi.
2009
Hár með RevitaLash
Fyrst augnhár, síðan augabrúnir ... nú læknisþróuð lausn sem breytir fíngerðu og þynnandi hári. Fyrsta hárvaran okkar kemur á markað undir nafninu Hair Advanced. Í dag kannastu eflaust við hana sem Volume Enhancing Foam.
2009
Maskara-móment
Fyrsta litavaran okkar, Volumizing Primer og Mascara (nú Double-Ended Volume Set), kemur á markað með nýstárlegri og blárri primer-formúlu og maskara sem gefur augnhárunum meiri fyllingu, umfang og heilbrigði.
2010
Upprunalega augnabrúnaserumið fer á markað
Við notum tæknina sem breytti augnhárum í nýja formúlu sem var sérstaklega mótuð fyrir augabrúnir. Varan slær samstundis í gegn hjá ritstjórum, sérfræðingum í bransanum og snyrtivöruelskendum um allan heim.
2010
Við komum fram í sjónvarpi
Áhorfendur um allt land sjá okkur í fyrsta sinn í sjónvarpi á bresku sjónvarpsstöðinni QVC.
2010
Áfangastaður: Lúxus
Vörurnar okkar fara í fyrsta sinn í sölu í snyrtivörudeild í fyrstu alþjóðlegu stórverslun okkar, Fenwick – sögufrægu, bresku keðjunni sem hefur boðið upp á lúxusverslunarupplifun síðan á 19. öld.
2012
Gefið til baka
Við byrjum mannúðarstarf okkar með City of Hope, heimsþekktum frumkvöðlum á sviði krabbameinsrannsókna, -meðferða og -forvarna. Sameiginlegt framlag okkar heldur áfram í dag, rúmum áratug seinna. Kynntu þér hvernig þú gefur til baka þegar þú kaupir.
How Your Purchase Gives Back2019
Alþjóðleg útrás
Framleiðsla okkar í Mílanó á Ítalíu byrjar að mæta og auka eftirspurn. Dreifing okkar í Hollandi hefst ári seinna, sem eflir viðveru okkar í Evrópu.
2021
100.000 pantanir á netinu
Við fáum Silver Milestone-verðlaunin frá Shopify fyrir að senda 100.000 pantanir frá revitalash.com … og rúmlega það.
2021
10 milljón augnháraserum seld
Með læknisþróuðu augnháranæringunni, sem elskuð er í rúmlega 70 löndum um allan heim, náum við meiriháttar áfanga og seljum 10 milljón augnháraserum síðan 2007.
2022
Það fjölgar í úrvali augnháraseruma
Úrvalið fyrir snyrtivöruelskendur stækkar enn meira þegar við hefjum sölu á RevitaLash® Advanced Sensitive — fyrsta augnháraseruminu sem þróað er af augnlæknum fyrir viðkvæm augu.
2022
Best of Beauty Hall of Fame
Varan okkar RevitaBrow® Advanced vinnur tíundu Best of Beauty verðlaun sín frá Allure, og tryggir okkur sæti í hinu virta Best of Beauty Hall of Fame tímaritsins—fullkomið skref til að marka rúmlegan áratug sem eftirlætis augabrúnaserum snyrtisérfræðinga.
2023
Rúmlega 9 milljónir bandaríkjadala í fjárframlög
Við náum 9 milljónum bandaríkjadala í stuðning, vörur og fjármögnun sem við höfum gefið í lífsbjargandi krabbameinsrannsóknir síðan 2022, þökk sé hjálp þinni.