Augnháralengingar hafa slegið í gegn síðasta áratuginn, og það er auðvelt að skilja af hverju – hver myndi ekki vilja vakna með fullkomin augnhár án maskara? En rétt eins og margt í lífinu, eru augnháralengingar stundum tvíeggja sverð; þær eru ótrúlegar í byrjun, en það er of algengt að þær skilji eftir sig brothætt, slitin og líflaus augnhár.
Hvað ef við segðum þér að það væri vel hægt að ná náttúrulega fallegum augnhárum án augnháralenginga?
Sem leiðandi vörumerki í augnháraserumi á heimsvísu vitum við eitt og annað um hvernig hægt er að ná heilbrigðum og fallegum augnhárum. Vegna skuldbindingar okkar við það markmið höfum við búið til auðvelda áætlun sem hjálpar til við að endurheimta styrk augnháranna þinna á augabragði.
Taktu pásu
Tekur þú eftir því að náttúrulegu augnhárin þín virðast þynnri eða gisnari? Þá eru augnháralengingarnar farnar að skaða þín eigin augnhár. Það besta sem þú getur gert til að stöðva skemmdirnar er að veita augnhárunum smá ást og umhyggju – með því að sleppa næstu heimsókn í stofuna. Þetta getur verið erfitt í byrjun, en ef þú heldur áfram að fá nýjar lengingar munu augnhárin aðeins verða fyrir meiri skaða. Annar bónus er að veskið þitt mun þakka þér fyrir að sleppa þessum dýru viðhaldstímum!
Forðastu vatnsheldar vörur
Vatnsheldan maskara er oft erfiðara að fjarlægja og krefst oft þess að það þarf að nudda til að hreinsa augnsvæðið fullkomlega. Við mælum með að forðast vatnsheldan maskara, sérstaklega þegar unnið er að því að endurheimta heilbrigði náttúrulegu augnháranna. Notaðu frekar endingargóða en nærandi formúlu, eins og Double-Ended Volume Set, sem inniheldur peptíð og bíótín til að styrkja augnhárin á meðan þau verða lengri og þéttari.
Mild hreinsun
Ein algengasta leiðin til að skaða augnhárin er þegar við fjarlægjum augnfarða. Við mælum að fjarlægja farða alltaf fyrir svefn, en mikilvægt er að bleyta augnsvæðið fyrst til leysa upp farða og fara síðan varlega – ekki nudda eða toga.
Einn af okkar uppáhaldsförðunarhreinsum er Micellar Water Lash Wash, sem leysir upp farða, óhreinindi og olíu með örfáum strokum með bómullarskífu! Með mildri og nærandi formúlu sem ekki þarf að skola af, inniheldur hann róandi og rakagefandi efni eins og panþenól, aloe vera og kamillu sem skilja augnsvæðið eftir hreint og endurnært.
Notaðu augnháraserum
Augnháraserum er stútfullt af nærandi efnum og eru ein besta leiðin til að endurheimta heilbrigði augnháranna. Við elskum RevitaLash® Advanced Eyelash Conditioner, ekki aðeins vegna þess að það var fyrsta varan sinnar tegundar í heiminum og skapaði þennan markað, heldur einnig vegna þess að formúlan er örugg og hrein.
RevitaLash® Advanced er glútenlaust, veganvænt og inniheldur næringarrík efni eins og bíótín og peptíð í einkaleyfisvarðri tækni, BioPeptin Complex®, sem styrkir, mýkir og eykur náttúrulega fegurð augnháranna þinna.
Þessi áætlun hjálpar þér að endurheimta sterk, heilbrigð og falleg augnhár – alveg án þess að þurfa á augnháralengingum að halda!