Stofnað árið 2006, sagan okkar hófst með einni vöru – frumgerðinni af augnháraserumi – sem var innblásið af mikilli ást stofnanda okkar, Dr. Michael Brinkenhoff, til eiginkonu sinnar, Gayle. Hann þróaði það sem lausn til að hjálpa henni að líða betur á meðan hún hái hugrakka baráttu við brjóstakrabbamein. Frá þessari einu vöru hefur orðið til heil lína af vönduðum og lausnamiðuðum snyrtivörum sem undirstrika náttúrulega fegurð og innri styrk allra kvenna. Á sama tíma og við styðjum við stolt áfram málstaðinn sem hóf þetta allt.
Við erum að nálgast 19 ára afmæli RevitaLash Cosmetics. Við spurðum fylgjendur okkar á Facebook og Instagram hvað þau vildu helst vita um vörumerkið og stofnandann – og við urðum ekki fyrir vonbrigðum! Uppáhalds áfangastaðir, framtíðarsýn RevitaLash Cosmetics og uppáhaldsvörur stofnandans voru meðal spurninganna, auk persónulegri spurninga um hvernig Gayle varð innblástur hans að fyrstu vörunni.
Hverig byrjaðir þú að þróa fyrsta upprunarlega augnháraserumið?
Ég þróaði upprunalegu RevitaLash augnháraserum formúluna til að hjálpa eiginkonu minni, Gayle, að líða betur með útlitið á meðan hún barðist í 25 ár við krabbamein. Gayle var ekki sú sem lét mótlæti slá sig út af laginu, en krabbameinsmeðferðirnar gerðu augnhár, augabrúnir og hárið veikt og brothætt. Sem augnlæknir velti ég því fyrir mér hvort ég gæti gert eitthvað. Eftir mikla rannsóknar- og tilraunarvinnu fann ég formúlu sem mér fannst gæti virkað – og viti menn, hún gerði það! Gayle tók eftir því að augnhárin urðu sterkari og heilbrigðari, og vinir, fjölskylda og aðrir krabbameinssjúklingar tóku einnig eftir því. Upp frá því varð eftirspurnin gríðarleg – allir vildu eignast RevitaLash.
Hvenær ákvaðstu að breikka vöruvalið?
Þegar upprunalega varan hafði náð fótfestu fór ég að hugsa um hvort ég gæti nýtt sömu vísindi fyrir augabrúnir og hár. Báðar vörulínurnar hafa fengið frábærar viðtökur.
Hvað er það sem þú hefur lært mest af því að vera atvinnurekandi?
Lexían sem ég hef lært sem fyrirtækjaeigandi er að ef þú leggur tíma og vinnu í að skapa vöru sem stendur undir loforðum sínum, munu neytendur taka eftir því. RevitaLash Cosmetics hefur aldrei stefnt að því að vera fyrirtæki sem framleiðir vörur á færibandi – hver einasta vara er þróuð með bestu fáanlegu innihaldsefnum, prófuð rækilega og verður að uppfylla háar gæðakröfur okkar áður en hún fer á markað, jafnvel þótt það taki mörg ár. Ég trúi því að ástríðan og umhyggjan sem við leggjum í hverja vöru tali sínu máli og ég er stoltur af þeirri vörulínu sem við höfum byggt upp.
Hver er uppáhaldsvaran þín frá RevitaLash?
Mér er erfitt að vera ekki hlutdrægur gagnvart RevitaLash Advanced – nýjustu kynslóð augnháraserumsins sem þróaðist út frá þeirri gjöf sem ég skapaði fyrir Gayle og varð til þess að fyrirtækið var stofnað.
Hvað er mest gefandi við starfið þitt?
RevitaLash Cosmetics er ekki bara snyrtivörufyrirtæki. Við leggjum áherslu á dýpri gildi og þess vegna styðjum við við vitundarvakningu um brjóstakrabbamein allt árið um kring. Ég er mjög stoltur af því starfi sem við vinnum til að styðja við rannsóknir á krabbameini og ég vona að við getum einhvern daginn orðið hluti af lausninni sem finnur lækningu.
Sem alþjóðlegt vörumerki sem er fáanlegt í yfir 70 löndum hefur þú fengið tækifæri til að ferðast um allan heimin. Hver er þinn uppáhaldssaður og afhverju?
Sem alþjóðlegt vörumerki sem er fáanlegt í yfir 70 löndum hef ég fengið tækifæri til að ferðast víða. Þó að ég finni eitthvað sérstakt og fallegt á hverjum stað sem ég heimsæki, þá er París í Frakklandi í uppáhaldi. Borgin er eins og lifandi póstkort hvert sem litið er. Ég nýt þess að heimsækja söfnin, sem eru með þeim bestu í heiminum. Auk þess er borgin ótrúlega falleg, rík af sögu og með frábæran mat.
Hvað viltu að veröldin viti um Gayle?
Gayle var algjör einstök. Hún var einn sterkasti einstaklingur sem ég hef nokkurn tíma þekkt – bæði í anda og hjarta – en hún var líka svo mjúk og hlý. Ég var mjög heppinn að fá að verja tíma með henni. Hún var sálufélagi minn og minn helsti innblástur. Lífið með Gayle var ríkt á alla bestu og dýrmætustu vegu og ég er ævinlega þakklátur fyrir þann tíma sem við áttum saman.
Margir vilja styðja góðgerðarmál en vita ekki hvernig þeir geta lagt sitt af mörkum.– hvaða ráð myndirðu gefa þeim?
Það eru margar leiðir til að taka þátt í góðgerðastarfi, hvort sem það er með sjálfboðavinnu, framlögum eða skipulagningu viðburða. Það er mikilvægt að finna hvaða málefni eru þér hjartans mál og kynna sér hvernig hægt er að taka þátt. Ekki vera feimin, góðgerðarsamtök eru alltaf að leita að fólki sem vill hjálpa og heimurinn þarf á því að halda, sérstaklega núna.
Hvar sérðu RevitaLash® Cosmetics eftir 15 years?
Ég sé RevitaLash Cosmetics halda áfram að vinna að því að finna lækningu við sjúkdómnum sem tók Gayle frá mér og svo mörgum öðrum. Auk þess er ég spenntur fyrir vegferð okkar í átt að sjálfbærni. Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að hugsa vel um jörðina og við sem vörumerki ætlum að gera betur í þeim efnum, svo fylgist með!