Þó að ekkert geti komið í stað örruggra handa fagmanns, þá eru DIY fegrunarmeðferðir sem þú getur gert heima frábær leið til að viðhalda augnhárum, augabrúnum og húð milli heimsókna í snyrtistofu. Það er líka ótrúlega skemmtilegt að vera eigin fegurðarmeistari og njóta afslappaðs kvölds heima.
Hér eru nokkur hugmyndir til að hjálpa þér að veita sjálfum þér konunglega meðferð á eigin baðherbergi.
DIY Andlitsmeðferð
Þegar húðin þín á skilið auka skammt af umhyggju – til dæmis fyrir stóran viðburð eða eftir erfiða vinnuviku – þá getur þú tekið reglulegu þína daglegu rútínu upp á næsta stig með því að herma eftir ferlum sem snyrtifræðingar nota.
Tveggja þrepa hreinsun: Byrjaðu á hreinsi sem hentar húðgerðinni þinni og nuddaðu inn í húðina með hringlaga hreyfingum. Næst skaltu nota milda micellar hreinsi, eins og Micellar Water Lash Wash, til að fjarlægja leifar af óhreinindum, olíu og farða.
Kornahreinsir: Notaðu hreinsi með kornum eða ensímum til að fjarlægja dauðar húðfrumur. Þetta mun hjálpa vörunum sem þú notar að komast auðveldlega í húðina og virka betur.
Tóner: Notaðu bómullarhnoðra og berðu mildan tóner til að jafna pH gildi húðarinnar og undirbúa húðina fyrir dýpri meðferð. Forðastu sterka tonera – það getur þurrkað húðina.
Andlitsmaski: Á þessum tímapunkti er mikilvægt að vita hvaða húðgerð þú ert með þura húð notaðu endurnærandi maska. Ef þú ert með bólur, prófaðu leirmaska. Ef þú þarft smá meiri ljóma þá er maski sem veitir ljóma svarið.
Rakagjöf: Þegar húðin hefur verið hreinsuð, skrúbbuð, tónuð og meðhöndluð, þá er kominn tími til að loka þessum öllu með rakagefandi kremi.
Augabrúnir: Umhirða og Mótun
Þegar kemur að umhirðu augabrúna, þá er það mikilvægast að viðhalda heilbrigðum og sterkum augabrúnum. Við mælum alltaf með að nota augabrúnaserum, eins og RevitaBrow® Advanced, til að færa nauðsynlega næringu, eins og biotín og peptíð, beint til augabrúnanna.
Ef augabrúnir (og augnhár) eru þurr eða skemmd – eða ef þú vilt einfaldlega veita þeim lúxus meðferð – þá skaltu prufa Lash & Brow Masque. Þessi frábæra endurnærandi meðferð gefur hverju hári augabrúnanna tafarlausan raka og næringu. Berðu maskann á, bíddu í 15 mínútur og skolaðu af með vatni. Augabrúnirnar þínar verða mjúkar, glansandi og sveigjanlegar eins og aldrei fyrr.
Þegar augabrúnirnar hafa sterkari grunn er kominn tími til að móta og snyrta, við mælum með Precision Tweezers plokkaranum. Að vita hvaða hár þú ætlar að plokka og hvaða hár þú ætlar að skilja eftir er mjög mikilvægt þegar þú ert að miða að hinu fullkomna augabrúnarformi:
- Innri brún augabrúnarinnar ætti vera í linu við nefbrúnina.
- Boginn ætti að vera hæstur fyrir ofan augnsteininn og á beini augabrúnarinnar.
- Ytri endi augabrúnarinnar ætti að vera í línu frá nasavæng til ytra augnkróks. Notaðu blýant sem þú heldur hallandi við nef og ytra auga til að finna rétta staðinn.
Mundu, ef þú ert í vafa, þá er betra að plokka of lítið en of mikið. Við mælum sterklega með að henda stækkunarspeglinum. Enginn – við endurtökum, enginn – mun nokkurn tíma skoða þig svona nákvæmlega.
DIY blástur (blowout) eins og í hárgreiðslustofu
Prófaðu þessa auðveldu DIY blowout aðferð sem veitir glans og lyftingu eins og á hárgreiðslustofu:
- Byrjaðu með réttu sjampói og hárkremi. Fyrir glæsilegt hár, veldu formúlur sem þykkja (eins og Thickening Shampoo og Thickening Conditioner) sem innihalda næringarrík efni. Heilbrigt hár = gljáandi hár. Tipps: Til að glæða hárið meiri krafti, bættu við hármeðferð eins og hármaska.
- Undirbúðu hárið og hafðu það rakt. Volume Enhancing Foam eykur náttúrulega fyllingu hársins um leið og það nærir hársvörðinn. Notaðu það eitt sér á hár sem hefur verið þurrkað með handklæði eða í þurrt hár með öðrum stíliseringarvörum.
- Veldu rétta bursta. Hringbursti með náttúrulegum svínahárum hjálpar til við að búa til fyllingu í hárið um leið og hann lágmarkar skemmdir á hárinu.
- Beindu hárblásaranum rétt. Beindu hárblásaranum alltaf að enda hársins. Þessi tækni hjálpar til við að berjast gegn úfning og skapar glans.
Nú þegar þú hefur þetta plan, byrjaðu á DIY fegrunmeðferðum – og njóttu.