Heim / Blogg / Uppgötvun
Uppgötvun

5 einfaldar hugmyndir til bæta við rútínuna, til að hugsa vel um sjálfan sig

Mar 03, 23
5 einfaldar hugmyndir til bæta við rútínuna, til að hugsa vel um sjálfan sig

Flest okkar vita að við þurfum a hugsa vel um sjálf okkur. En það sem er flókið? Á þeim augnablikum þegar við þurfum mest á sjálfsumhirðu að halda, er það oft það síðasta sem við hugsum um.

Í mörg ár virtist hugmyndin um að hugsa vel um sjálfan sig vera fólgið í of miklu dekri. Tengt dýrum heilsulindarmeðferðum og jógaferðum, eyðslu á óþarfa peningum og því að sýna ákveðinn lífsstíl. En tímarnir hafa sem betur fer breyst. Fólk hefur fundið út að að hægja á sér og hugsa vel um sig – að taka sér tíma til að slaka á, muna eftir sjálfum sér og njóta – er ekki bara þörf heldur nauðsyn.

Þrátt fyrir að það sé augljóslega mikilvægt að hugsa vel um sjálfan sig, vill það oft verða undir í daglegu amstri. Þessar einföldu hugmyndir geta hjálpað þér að forgangsraða þér ofar, bæta líðan og minnka streitu... á einfaldan máta.

1. Aftur tilbaka í Grunninn
Það kann að virðast fáránlegt að spyrja, en eru grunnþarfir þínar uppfylltar? Það sem virðist svo augljóst – að sofa, borða vel, drekka nægilega mikið vatn – er oft eitthvað sem situr á hakanum tíminn er takmarkaður.

Vertu hreinskilin: Hversu vel hugsar þú um sjálfan þig? Að huga að grunnatriðin er fyrsta skrefið og auðveldast. Settu síma þinn á „Ekki trufla“ og takmarkaðu skjánotkun áður en þú ferð í háttinn. Markmiðið er að fá átta tíma svefn. Hafðu góða vatnsflösku á skrifborðinu þínu sem áminningu um að drekka allan daginn. Af hverju ekki að prófa Eldum rétt eða aðra mataráskriftartjónustu til að hafa hollan mat reiðubúinn.

2. Haltu þakklætisdagbók
Ein leið til að auka vellíðan er að halda þakklætisdagbók. Þetta er fljótlegt verkefni sem þú getur gert á kvöldin og setur líf þitt í rétt samhengi. Þetta þurfa ekki að vera stórkostleg frásagnir… eitthvað eins einfalt og símtal frá vinkonu eða eða fallegt veður. Smá þakklæti safnast saman.

3. Taktu frá tíma fyrir sjálfan þig
Að bæta við viðburði á dagskrána þína kann að virðast öfugt við það sem þú ættir að gera, en það er mikilvægt. Settu tíma fyrir þig í dagskrána þína og mikilvægt er að halda við það. Hvort sem það er kaffihúsahittingur, líkamsræktartími eða jafnvel 10 mínútur fyrir smá ferskt loft á vinnudeginum, þá tryggir það að þú munir framkvæma það þegar þú ert búin að skrá það í dagbókina. Auk þess muntu hlakka til þegar þú kíkir á dagsrkána.

4. Gerðu daginn þinn betri
Er ekki nægur tími í dag? Í stað þess að reyna að finna tíma fyrir nýja viðburði, gerðu  daglegu venjur þínar ánægjulegri. Notaðu fallegan disk og hnífapör fyrir hádegismatinn í vinnunni, í stað þess að borða úr pappa. Breyttu morgunsturtunni þinni í upplifun með lúxussjampói og hárnæringu eða með ilmkjarnaolíum með eukalyptusgrein sem hangir frá sturtuhöfuðinu. Gefðu rútínunni þinni lúxus uppfærslu. Ef þú ert í biðröð eða á biðstofu, notaðu þær mínútur til að hlusta á góðan playlista í stað þess að skrolla í gegnum daprar fyrirsagnir.

5. Gerðu Þetta sameiginlega átak
Að hugsa um sjálfan sig þarf ekki að vera einmanalegt. Njóttu þess að hugsa um sjálfa þig með maka, fjölskyldu eða vini. Eldið saman kvöldmat, haldið danspartý, æfið saman, prófið andlitsmaska og heilsulindarmeðferðir eða prófið ný áhugamál.

Ávinningur af því að hugsa vel um sjálfan sig

Með þessum einföldu hugmyndum er það ekki tímafrekt eða dýrt. Ef þú þarft fleiri ástæður til að forgangsraða sjálfri þér? Þá eru hér eru fimm góðar ástæður:

  • Það bætir líkamlega heilsu. Heilbrigð mataræði, nógur svefn og regluleg hreyfing geta aukið orku og minnkað hættu á sjúkdómum.
  • Hjálpar til við að draga úr streitu. Slökunartækni eins og jóga, hugleiðsla og djúp öndun geta stuðlað að rólegu hugarfari.
  • Bætir andlega heilsu. Að stunda viðhorf sem gefur þér gleði getur bætt skap og dregið úr einkennum þunglyndis og kvíða.
  • Bætir almenna líðan og getur hjálpað þér að finnast þú hafa stjórn á lífi þínu, auka sjálfsálit og sjálfstraust og stuðla að því að þú upplifir persónulegan árangur.
  • Bætir samböndin þín. Þegar þú hugsar vel um sjálfa þig, verður þú betur í stakk búin til að hugsa um aðra og vera til staðar fyrir þá.


Aðrir póstar