Að skoða húðvörur getur verið ruglingslegt. Það eru hundruð (ef ekki þúsundir) innihaldsefna á markaðnum og flest með áhrifamiklum loforðum. Áður en þú kaupir nýja vöru er mikilvægt að vita hvað mismunandi innihaldsefni gera, hvernig þau virka og hvaða vandamál þau hjálpa við að tækla. Við höfum því sett saman lista yfir vinsælustu innihaldsefnin í húðvörum ásamt okkar persónulegu uppáhalds, til að hjálpa þér að fóta þig í þessu yfirflæði innihaldsefna.
Aloe Vera – Aloe Vera er mikið notað og hefur róandi og sefandi eiginleika, öflugt andoxunarefni og hjálpar til við að veita raka. Aloe vera er að finna í Micellar Water Lash Wash augnfarðahreinsinum sem eitt af innihaldsefnunum til að róa og veita raka til húðarinnar í kringum auguan.
Alpha Hydroxy Acid (AHA) – Alpha Hydroxy Acids, eða AHA, eru oft notuð til að vinna gegn öldrun, þurrki og ójöfnum húðlit. Mikilvægt er að taka fram að þó AHA séu frábær til að halda húðinni hreinni og yngri í útliti, geta þau aukið næmi fyrir sólinni, svo sólarvörn er nauðsynleg þegar þú notar þetta innihaldsefni.
Amino Acid – Aminósýrur eru þekktar fyrir andoxunareiginleika sína og rakagefandi eiginleika. Aminósýrur eru oft sameinaðar öðrum innihaldsefnum sem hafa endurnýjandi eiginleika svo þau virka saman til að berjast gegn öldrun. Aminósýrur má finna í Volume Enhancing Foam froðunni sem hjálpar til við að þykkja hárið. Þar er það notað sem innihaldsefni sem hjálpar til við að styrkja, mýkja og næra hárið svo það endurheimti æskuljóma.
Benzoyl Peroxide – Benzoyl Peroxide hefur verið mikið rannsakað og er talið eitt af áhrifaríkustu efnunum gegn bólum. Það er þekkt fyrir hæfileika sína til að komast inn í hársekkinn og drepa bakteríur sem mynda bólur án mikilla aukaverkana.
Biotin – Biotin er vinsælt vítamín í hármeðferðir en getur einnig stuðlað að heildarheilbrigði húðarinnar. Við bættu því við Thickening Conditioner hárnæringunni til að veita heilnæmum vítamínum til hársvarðarins og hjálpa við að styrkja hárið.
Ceramides – Ceramíð veita endurnærandi og endurnýjandi ávinning með hæfileikum sínum til að halda í vatn. Ceramíð hjálpa við að vernda húðina með því að veita góðan raka og styrkja ysta verndandi lag húðarinnar.
Green Tea – Rannsóknir á grænu tei hafa sýnt að það hefur mikinn ávinning fyrir húðina. Það tilheyrir flokki andoxunarefna, sem eru þekkt fyrir sefandi eiginleika sína og geta hjálpað við að sporna gegn sólskemmdum. Grænt te er einnig frábært fyrir hár, sem er ástæða þess að það er í RevitaLash® Advanced augnháraseruminu, RevitaBrow® Advanced, augnbrúnaseruminu og Thickening Conditioner þykkjandi hárnæringunni til að vernda og næra.
Jojoba – Jojobaolía eða vax er unnin úr fræjum jojobarunnans og er ríkt af fitusýrum. Þessi olía er þekkt fyrir hæfileika sína til að bæta endurnýjandi eiginleika húðarinnar og er frábær lausn fyrir þurra húð. Jojoba er einnig öflugt innihaldsefni fyrir hár og má finna í Thickening Shampoo þar sem hún hjálpar til við að styrkja hárið og hársverðinn.
Niacinamide – Niacinamide er einnig þekkt sem B3. Þetta fjölþætta innihaldsefni er þekkt fyrir að hjálpa við að berjast gegn öldrun húðarinnar og er einnig frábært fyrir húð með tilhneigingu til bólur. Það getur hjálpað við að gera húðholur minna áberandi, jafna húðlit, vinna gegn dauðum húðfrumum og vinna á fínum línum. Allt þetta gerir það að frábæru innihaldsefni fyrir allar húðgerðir.
Panthenol – Panthenol er rakagjafi, sem bæði hefur hæfileika til að laða að og halda vatni. Þetta hjálpar til við að bæta rakastig húðina, bæta bæði útlit og tilfinningu. Rakagefandi eiginleikar Panthenols eru einnig gagnlegir fyrir hárið sem er ástæða þess að við höfum bætt þeim við í nokkrum af vinsælustu formúlum okkar, eins og RevitaLash® Advanced augnháraseruminu, RevitaBrow® Advanced augnbrúnaseruminu og Double-Ended Volume Set maskaranum með primernum þar sem þau hjálpa við að styrkja og næra augnhár og augabrúnir.
Peptides – Peptíð hafa sannað getu sína til að róa húðina og bæta útlit hrukkna, hjálpa við að vinna gegn slappri húð og meira. Peptíð eru einnig frábær innihaldsefni fyrir hár og má finna í mörgum af okkar vörum, þar á meðal metsöluvörunum Double-Ended Volume Set, RevitaLash® Advanced, RevitaBrow® Advanced og Volume Enhancing Foam til að styrkja og vernda gegn broti.
Retinol – Retinol er eitt af frægustu innihaldsefnunum og það af góðri ástæðu. Einnig þekkt sem A vítamín. Retinol er eitt af öflugustu innihaldsefnunum til að berjast gegn öldrun húðarinnar – það hjálpar til við slétta úr hrukkum, hjálpar til við að vinna gegn slappri húð og þar að auki hjálpar það við að berjast gegn bólum. Það er mikið notað innihaldsefni sem stutt er af miklum rannsóknum. Hafa ber í huga að nota sólarvörn samliða Retinoli og ráðfæra sig við húðlækni.
Salicylic Acid – Salicylic Acid (einnig kallað BHA eða Beta Hydroxy Acid) er þekkt sem eitt af bestu innihaldsefnunum til að takast á við bólur. Það gerir það með því að fjarlægja dauðar húðfrumur og hreinsa stíflaðar húðholur.
Shea Butter – Shea Butter er annað frábært innihaldsefni til að takast á við þurra húð. Það er nærandi, full af andoxunarefnum og hefur róandi eiginleika.
Vitamin E – E Vítamín er að finna í húðinni frá náttúrunnar hendi. Magn þess getur oft minnkað vegna umhverfisáhrifa. E vítamín hefur andoxunareiginleika til að vernda gegn skaðlegum umhverfisþáttum eins og mengun og sólarskemmdum. E vítamín má finna í Defining Liner augnblýantnum til að næra húðina meðan það veitir andoxunareiginleika.