Heim / Blogg / Augabrúnir
Augabrúnir

Sex ástæður fyrir því að augabrúnirnar þínar eru að þynnast

Apr 05, 23
Sex ástæður fyrir því að augabrúnirnar þínar eru að þynnast

Þéttar og náttúrulegar augabrúnir eru mjög eftirsóttar í dag, og það vantar ekki vörurnar og aðferðirnar til að ná þeim. Állt frá blýöntum, púðri og augabrúnagela, auk þjónustu eins og varanlegri förðun (microblading), litun og brow lamination, geta valkostir til að ná því útliti augabrúnanna sem þú vilt hljómað yfirþyrmandi og tímafrekt – sérstaklega ef þú finnur fyrir því að augabrúnir þínar séu að þynnast. Í stað þess að reyna að fela vandamálið er stundum best að skoða hvers vegna þú upplifir það í fyrsta lagi. Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að augabrúnir þínar gætu verið að þynnast:

  1. ÖLDRUN
    Líkt og húð okkar og hárið á höfðinu fer hárið á augabrúnum í gegnum breytingar þegar árin líða. Augabrúnarhár geta orðið grófar og óregluleg; orðið grá eða hvít, og augabrúnirnar verða ljósari og gisnari; eða, já, tapað þéttleika og orðið þynnri, sem leiðir til augabrúnanna sem virðast hverfandi. Þú gætir þurft að nota augabrúnablýant eða litað gel til að endurskapa fyllingu og skilgreiningu sem augabrúnir þínar höfðu áður.

  2. HORMÓNABREYTINGAR
    Hármissir er algengt einkenni hormónabreytinga bæði eftir barnsburð og breytingaskeiðs. Ef þú grunar að hármissirinn þinn sé afleiðing þessara þátta, talaðu við lækni eða húðsjúkdómalækni.

  3. STREITA
    Ert þú stressuð/aður yfir þynnri augabrúnum? Það er skiljanlegt. Stundum getur of mikið stress í lífi þínu valdið hárlosi sem kallast telogen effluvium, sem getur haft áhrif á svæði eins og augabrúnir og hár á höfðinu. Góðu fréttirnar eru að hárlos sem tengist stressi er venjulega tímabundinn. Að takast á við rót vandans er fyrsta skrefið í að líða betur og líta betur út.

  4. ÓJAFNVÆGI Í NÆRINGU
    Með tilfinningalegu álagi getur skortur á næringarefnum – eins og próteini, járni, bíótíni og ákveðnum vítamínum – einnig stuðlað að hárlosi (telogen effluvium). Jafnvægi í fæðunni, daglegur fjölvítamín eða fæðubótarefni sem henta til að takast á við hármissi geta hjálpað.

  5. ALOPECIA AREATA
    Þynnri augabrúnir og hárlos getur tengst alopecia areata, sjálfsofnæmissjúkdóm þar sem líkaminn ræðst á hársekkina. Ef þú heldur að hármissirinn þinn gæti verið völdum þess (byrjar snögglega og hárlos sem myndast með blettum, er meðal fyrstu merkja), þá gæti verið viðeigandi að heimsækja lækni.

  6. OF MIKIL LITUN EÐA PLOKKUN
    Að plokka of mikið, eða vaxa og lita mikið getur valdið áverkum á hársekkina sem leiðir til þess að þeir deyja. Til að vinna gegn þessu mælum við með því að vanda val á vörum sem eru notaðar og leyfa fagfólki að sjá litun og plokkun þegar mögulegt er.

Það má með sanni segja að þynning augabrúnanna er auðveldlega hægt að tengja við margar ástæður. Það er mikilvægt að vera meðvitaðuð um bæði andlega og líkamlega heilsu, en það er líka mikilvægt að skapa daglega rútínu sem er styrkjandi fyrir heilsu augabrúnanna. Að ganga úr skugga um að þú fjarlægir farða á nóttunni, ekki of plokka og nota næringarríar vörur getur gert kraftaverk fyrir útlit augabrúnanna.

    Aðrir póstar