Augabrúnatískan fer í gegnum sveiflur (hugsaðu bara um "örmjóu augabrúnirnar frá 9. áratuginum), en óháð því hvað er í tísku á TikTok þessa vikuna, eru bestu augabrúnirnar þær sem passa við andlitsdrætti þína. Sem betur fer er auðvelt að finna bestu augabrúnalögunin fyrir andlitið þitt með nokkrum almennum leiðbeiningum, auk réttu verkfæranna og vörunnar til að ná fram fullkominni sveigju. Þinn tími fyrir glæsilegar augabrúnir er að byrjar núna.
Mótun augabrúnamyndun 101 (fyrir öll andlitsform)
Þegar kemur að því að móta augabrúnirnar, gilda nokkrar grunnreglur sama hvaða andlitsform þú hefur. Haltu blýanti upp að andlitinu til að ganga úr skugga um að mörk augabrúnanna passi:
- Innri brún augabrúnarinnar ætti að vera í línu við brúnina á nefinu.
- Sveigjan ætti að ná hápunkti yfir augasteininum og liggja á augabrúnabeininu.
- Ímyndaðu þér skástrik sem fer frá utanverðu nefinu (við nasavænginn) til ytra horns augans. Augabrúnin á að ná þangað.
Nú þegar þú hefur fundið þessa þrjá lykilpunkta, getur þú lagað augabrúnirnar til að henta andlitsformi þínu.
Best fyrir kringlótt andlitsform: Bogadregnar augabrúnir
Hærri bogi getur hjálpað til við að lengja kringlótt andlitsform og bæta við smá skerpu sem passar vel við mjúku línurnar í andlitsformi þínu.
Til að ná þessu útliti, notaðu Hi-Def Brow Pencil til að búa til strik sem líkjast hári, og móta augabrúnirnar með smá hæð við augabrúnabeinið. Burstaðu augabrúnahárin upp með Hi-Def Brow Gel til að setja punktinn yfir i-ið.
Best fyrir langleitt/ílangt andlit: Beinar augabrúnir
Beinar augabrúnir hjálpa til við að jafna út ílangt andlitsform. Fylltu í augabrúnirnar með Hi-Def Brow Pencil með stuttum og hröðum strokum til að líkja eftir hári augabrúnanna; þú getur valið að lengja augabrúnirnar aðeins við endana ef þú vilt.
Best fyrir ferhyrnd andlitsform: Mjúkar augabrúnir
Mjúkar, fjaðurkenndar augabrúnir án beinna vinkla. Í stað þess að nota blýant, notaðu Hi-Def Brow Gel með lit til að móta augabrúnirnar og fylla út tóm svæði. Berðu á með strokum uppá við frá innri hornum að ytri hornum.
Best fyrir hjartalaga andlitsform: Brúnir með sveigju
Hjartalaga andlit er breiðara á enni og kemur saman við höku. Mjúkur bogadreginr sveigur. Notaðu Precision Tweezer til að fjarlægja óæskilega hár, til að fullkomna mjúka bogann á augabrúnunum.
Ef þú þorir. Hentar fyrir öll andlitsform: Ósýnilegar augabrúnir
Hefur þú tekið eftir því að margir eru að aflita augabrúnirnar. Þetta er skemmtilegt útlit til að prófa… ef þú þorir.
Til að ná ósýnilegu augabrúnunum eru tveir kostir: 1) Aflitaðu augabrúnahárin (best að láta fagmann sjá um það!) og notaðu síðan Hi-Def Brow Gel í Clear. 2) Veldu leið sem er ekki eins varanleg og notaðu farða til að hylja augabrúnirnar.