Geggjaðar augabrúnir – í öllum stærðum og gerðum – hafa aldrei verið mikilvægari.
Ólíkt fyrri áratugum, þar sem eitt lag á augabrúnum réði ríkjum, er allt leyfilegt í dag þar sem hver velur sitt einstaka augabrúnaútlit. Hvort sem þú kýst þykkar og loðnar augabrúnir eða mjórri boga sem vísa í 90’s trendið, eða eitthvað þar á milli, eru til ótal verkfæri og vörur sem hjálpa þér að ná því útliti sem þú sækist eftir.
Óháð því hvaða stíl þú velur, þá er eitt atriði ófrávíkjanlegt: augabrúnir þurfa að haldast á sínum stað. Þú þarft vöru sem heldur þeim á sínum stað allan daginn og sem hægt er að nota á marga vegu til að sérsníða útlitið. Þú þarft Hi-Def Brow Gel augabrúnagelið okkar.
Kostir augabrúnagels – og leyndarmálið á bak við augabrúnir sem haggast ekki
Hi-Def Brow Gel er sannkallað uppáhald allra – og það af góðri ástæðu. Formúla sem helst vel og nærir augabrúnirnar um leið og hún mótar og heldur þeim í skefjum, þökk sé peptíðum og hafraglúkani sem styrkja hvert hár. Sveigjanlegir, mjúkherslispólýmerar temja óstýrilátar brúnir og halda þeim á sínum stað. Litsterkt gel með náttúrulegum steinefnum fyllir í gisnar brúnir og gefur þeim aukið umfang. (Gel án litar er einnig í boði fyrir náttúrulegra útlit.)
Þetta augabrúnagel hefur prófað af augnlæknum og húðlæknum, er vatnshelt, ofnæmisprófað, laust við parabena og þalöt, ilmfrítt, vegan og cruelty-free. Niðurstaðan? Fallegar augabrúnir sem haldast fullkomnar allan daginn.
Nýlega ákváðum við að prófa Hi-Def Brow Gel í 12 klukkustunda áskorun til að sjá hvernig það myndi endast á annasömum degi. Hér eru tvær reynslusögur frá meðlimum okkar teymis.

Maddy Jacobus, Global Digital Marketing Manager
"Ég hef gaman af förðun, en ég tek enga áhættu þegar kemur að augabrúnum. Ég vil náttúrulegt og fyrirhafnarlítið útlit, en ég þarf vöru sem heldur brúnum mínum á sínum stað yfir langa, annasama daga.
Hi-Def Brow Gel í litnum ‘Soft Brown’ er í raun svarið við öllum óskum mínum um fullkomnar augabrúnir. Fyrir þessa áskorun setti ég gelið á mig snemma morguns og fór í brunch, á bændamarkað, á ströndina (á mjög heitum degi) og út að borða um kvöldið. Þegar dagurinn var á enda hafði mest af farðanum dofnað, en augabrúnirnar mínar litu ennþá fullkomlega út, þó ég segi sjálf frá! Niðurstaðan: Ef þú þarft augabrúnagel sem fylgir þér frá vinnu í ræktina og allt þar á milli, þá er Hi-Def Brow Gel rétta valið."

Vanessa Meraz, Global Marketing Coordinator
"Ég elska förðun og hef prófað mörg augabrúnagel. Það hefur verið erfitt að finna hið fullkomna – sum eru of litsterk, sum of dauf og sum veita ekki nægjanlegt hald.
Fyrir 12 klukkustunda augabrúnaáskorunina var ég forvitin að sjá hvernig Hi-Def Brow Gel myndi endast. Ég valdi litinn ‘Dark Brown’, farðaði mig eins og venjulega og hóf daginn minn.
Eftir heilan dag af verslunarferðum, veitingahúsum, bíóferð og síðbúinni heimkomu (kl. 01:00 um nótt!) litu augabrúnirnar mínar alveg eins út og þegar ég byrjaði morguninn – ekki eitt hár var úti af laginu og enginn litur hafði dofnað! Ég var ótrúlega ánægð með útkomuna og er sannfærð um að ég hef fundið nýja uppáhalds augabrúnagelið mitt."