Heim / Blogg / Hár og hársvörður - Meðferð
Hár og hársvörður - Meðferð

Viðkvæmt og veikt hár? 5 auðveld skref til að öðlast heilbrigðara hár.

Oct 01, 20
Image of woman brushing her hair

Hefur þú tekið eftir að hárið sé að brotna meira, taglið orðið þynnra og meira af hárum í sturtunni en venjulega Þú gætir verið að eiga við viðkvæmt hár eða hár sem orðið hefur fyrir skemmdum.  Ofmeðhöndlun, streita, hitajárn eða hárblásari, öldrun, hormónar og fleira geta haft áhrif á hárið svo það verður viðkvæmara og brotni eða falli af.

Gefðu hitanum pásu

Sléttujárn, krullujárn og hárblásarar eru ein helsta orsök þess að hárið verður þurrt og skemmt. Reyndu að minnka notkun á hitatækjum eða takmarkaðu notkun við einu sinni eða tvisvar í viku. Notaðu alltaf hitavörn þegar þú notar hita á hárið!

Búðu til góða rútínu

Því miður eru sjampó og hárnæring úr dagvöruverslunum oft full af sílikoni og dimetíkoni sem geta valdið óæskilegri uppsöfnun í hárinu. Þau geta veitt fallega áferð í byrjun, en oft gerir endurtekin notkun hárið matt og líflaust. Prófaðu í staðinn hárvörur sem eru ríkar af nærandi innihaldsefnum eins og bíótíni, keratíni og ginseng. Thickening Shampoo sjampó og Thickening conditioneer hárnæring eru hönnuð til að næra hárið frá hársverði til enda, laga skemmdir og gefa þér aukna fyllingu.

Prófaðu silkikoddaver

Bómullarver geta dregið í sig náttúrulegar (og nauðsynlegar!) olíur úr hárinu og valdið því að hárið togast og brotnar þegar þú hreyfir þig í svefni. Silkikoddaver, hins vegar, halda hárinu röku og minnka tog. Þú munt fljótt taka eftir mun á heilbrigði hársins!

Notaðu markvissa meðferð

Sjampó og hárnæring geta hjálpað, en markviss meðferð getur gert kraftaverk fyrir líflausa, þurra eða skemmda lokka. Volume Enhancing Foam - Froða gegn hárlosi er fullkomin fyrir allar hárgerðir, styrkir hárið, bætir við rúmmál og gefur hárinu fyllingu. Hún er þróuð með sömu byltingarkenndu vísindunum og eru í RevitaLash® Advanced til að endurheimta heilbrigði augnhára og augabrúna, og virkar eins vel á hárið.

Burstaðu betur

Notaðu alltaf mildan bursta sem skaðar ekki ytra lag hársins og forðastu að bursta of mikið. Leitaðu að burstum með kringlóttum plasttindum og púðubotni til að koma í veg fyrir frekari skemmdir. Einnig er best að byrja að bursta við endana og vinna sig rólega upp að rótunum, sentímetra fyrir sentímetra. Að byrja við rótina getur leitt til þess að fleiri hár rifna úr og valdið meiri skemmdum.

Ertu tilbúin fyrir fyllra, þykkt og sveigjanlegt hár? Verslaðu uppáhalds vörurnar okkar hér að neðan!

 

Volumizing Hair Foam

SHOP NOW

Thickening Shampoo

SHOP NOW

Thickening Conditioner

SHOP NOW