Heim / Blogg / Fáðu útlitið
Fáðu útlitið

Að einfalda augnförðunar rútínuna

Feb 08, 22
Image of RevitaLash Cosmetics lash & brow color cosmetics including Hi-Def Brow Pencil, Hi-Def Brow Gel, Double-Ended Volume Set and Defining Liner Eyeliner

Vörur sem gera tvennt í einu – tímasparnaður sem segir sex
Allir elska fjölnota vörur: kjóll sem er jafn töff í brunch og á stefnumóti, taska sem rúmar allt fyrir vinnudaginn og virkar líka sem handfarangur í flugi, CC krem sem bæði gefur raka og hylur misfellur. Fjölnota vörur einfalda rútínuna, spara tíma og peninga – og láta þig líta enn betur út. Það bara getur ekki klikkað!

Þegar kemur að förðun eru fjölnota vörur sérstaklega gagnlegar til að safna því í snyrtibudduna sem virkar í hvaða aðstæðum sem er. Með réttu augnhára-, augabrúna- og augnvörunum getur þú auðveldlega farið úr náttúrulegri dagförðun í dramatískt kvöldútlit. Hér er u nokkur tips:

Byrjaðu á augabrúnunum

Til að ná fullkomnum augabrúnum fyrir dag og kvöld þarftu bæði augabrúnablýant til að móta og skilgreina brúnirnar og augabrúnagel til að festa og móta hárin.

Veldu augabrúnablýant í lit sem passar við hár- og húðlit þinn:

  • Soft Brown – Fullkominn fyrir ljósa húð og ljóst eða ljósbrúnt hár
  • Warm Brown – Frábær fyrir hlýja undirtóna og dekkra hár
  • Cool Brown – Tilvalinn fyrir kalda undirtóna og miðbrúnt til ljósbrúnt hár.

Litað augabrúnagel (eins og Hi-Def Brow Gel) gefur bæði lit og hald allan daginn – skotheld 2 fyrir 1 vara.

Hvernig á að móta augabrúnirnar? Fylltu inn þar sem brúnirnar eru gisnar. Byrjaðu á því svæði sem þarfnast mestrar athygli og notaðu stuttar, hár-líkar strokur í sömu átt og náttúrulegur vöxtur. Til að umbreyta augabrúnum úr dagförðun í kvöldförðun, toppaðu þær með augabrúnageli. Það eykur hald, lit og glans – fullkomið fyrir dramatískar „stefnumóta-augnabrúnir“.

Fullkomin augnhár – alltaf

Til að augnhárin haldist falleg allan daginn skaltu velja vörur sem eru olíufríar, nærandi og vatnsþolnar (og forðast vatnshelda maskara, þar sem þeir geta skaðað viðkvæm augnhár, þegar þú hreinsar þá af).

Þó að áberandi augnförðun og dramatísk augnhár séu oft tengd við kvöldförðun, þá eru þau líka lykilatriði í náttúrulegu dagförðunarútliti. Réttur augnblýantur og maskari geta gert augun skýrari, látið augnhárin virðast þykkari og gert þig ferskari á frísklegri að sjá.

Defining Liner – fullkominn augnblýantur
Þessi silkimjúka formúla með sílikon og E-vítamíni rennur auðveldlega eftir augnlínunni og gerir ásetningu bæði mjúka og nákvæma. Með innbyggðum yddara og skyggingarverkfæri geturðu á auðveldan hátt búið til ýmist mjúka skyggingu, klassískan kattarauga-eða „tightline“ áhrif. Mörg útlit – ein vara!

Double-Ended Volume Set – maskari & primer í einu
Þessi byltingarkenndi maskari inniheldur bæði primer og maskara í einni vöru. Hann undirbýr og gerir augnhárin umfangsmeiri, veitir áreynslulausa lengingu og uppbyggjanlegt umfang. Nærandi formúlan inniheldur peptíð, panþenól og jurtakjarna sem styrkja augnhárin, auka sveigjanleika, gefa raka og bæta náttúrulegan glans.

Fáguð dagförðun

Fyrir einfalt og fágað daglegt útlit skaltu einblína á að draga fram eitt atriði í förðuninni: ljómandi augu eða rauðar varir. Skarpar augabrúnir eða dramatísk augnhár. Veldu eitt „höfuðeinkenni“ og haltu restinni einfaldri.

Náttúrulegar augabrúnir. Notaðu létta hönd við að fylla í brúnirnar með Hi-Def Brow Pencil. Markmiðið er að líta sem náttúrulegast út – stuttar strokur líkt og raunveruleg hár.
Fyrir enn einfaldara útlit skaltu nota litað Hi-Def Brow Gel til að gefa lit, lögun og náttúrulegan glans á sekúndum!

Drífðu þig út með stíl. Fyrir meira áberandi útlit skaltu nota bæði blýant og gel saman fyrir módel-eins augabrúnir. Pörðu þetta með maskara, léttum kinnalit eða ljómapúðri og glærum varagloss – ferskt og sjálfsöruggt.

Að skerpa á augnsvipnum
Notaðu léttan augnblýant meðfram efri augnhárlínunni. Fíngerð lína gefur náttúrulegt dýpt, á meðan skyggð eða smudge lína bætir við dramatík.
Defining Liner augnblýanturinn tryggir að hvaða stíll sem þú velur – klassískt kattarauga, smokey augnförðun eða náttúruleg fegurð – verði gallalaus.
Lokapunkturinn er síðan ein umferð af Double-Ended Volume Set maskaranum sem er maskari og augnháraprimer í einni og sömu vörunni.

Kvöldförðun

Kvöldið er tíminn til að taka augnhár og augabrúnir upp á næsta stig!

Gerðu augabrúnirnar þéttari, dekkri og djarfari með Hi-Def Brow Pencil.
Notaðu hár-líkar strokur en mótaðu brúnirnar betur og bættu við dýpt.
Lokaðu lúkkinu með Hi-Def Brow Gel til að halda löguninni og bæta við glans.

Aðeins meira seiðandi augnförðun. Berðu Defining Liner á bæði efri og neðri augnlínuna.
Skapaðu áberandi kattarauga eða prófaðu að skyggja vatnslínuna fyrir hámarks áhrif.
Byggðu upp augnhárin með fleiri umferðum af maskaranum með maskaraprimernum – meiri dramatík, meiri fylling, meiri áhrif. Settu svo punktinn yfirð i-ið með djörfum varalit, fallegri skyggingu eða kinnaliti.

Réttu vörurnar gera umskiptin frá náttúrulegri dagförðun yfir í dramatískt kvöldútlit ótrúlega auðveld. Vertu djarfari. Vertu hugrökk. Vertu fallega þú! 💫

 

    Aðrir póstar