Mobile Label

Frí heimsending fyrir pantanir yfir 10.000 kr.

Revitalash Snyrtivörur fyrir alla…(Já, karlmenn líka!)

November 24, 2021

Revitalash Snyrtivörur fyrir alla…(Já, karlmenn líka!)

Fegurð snýst um stíl og sjálfsöryggi; það kemur kyni ekkert við. Hjá Revitalash trúum við á að búa til fegurð fyrir alla, en enn eigum við eftir smá vinnu þegar kemur að því að hjálpa karlmönnum að líða vel og vera öruggir í að nota nýjar snyrtivörur í rútínuna sína. Hérna fyrir neðan nefnum við nokkrar af okkar vinsælustu vörum sem henta vel í rútínuna hjá karlmönnum. 

Hár

Ein vinsælasta línan fyrir karlmenn er hárlínan okkar. Rannsóknir hafa sýnt að 85% af karlmönnum (og 65% af konum) munu upplifa hár sitt þynnast með tímanum. Heppilega, með réttu vörunum og reglulegri notkun, er hægt að sporna gegn þunnum og óheilbrigðum lokkum og ná hári drauma þinna. Þar kemur inn Revitalash hárlínan sem er gerð sérstaklega til að styrkja heilbrigði hársvarðar og næra og styrkja hárið þannig það virðist þykkara, heilbrigðara og auðveldara að vinna með. Hérna er það sem þú þarft að vita:

 

Volume Enhancing Foam

Froðan okkar er algjör game-changer þegar kemur að því að bjarga fíngerðu og þunnu hári. Þessi byltingarkennda formúla inniheldur BioPeptin Complex® - sama blanda af mikilvægum næringarefnum og finnst í okkar mest seldu vöru Revitalash Advanced – þess vegna köllum við það “Revitalash science for hair”. Það gerir því það nákvæmlega sama fyrir hárið eins og það gerir fyrir augnhárin – gefur glans og fyllingu, bætir teygjanleika og spornar gegn því að það brotni sem stuðlar að heilbrigðara hári. Þessi byltingarkennda hárvara er fullkomin viðbót í hár rútínuna – með nokkrum skömmtum í blautt eða þurrt hár og þú ert tilbúinn! – það myndast ekkert klístur né stífni. Fyrir enn meiri fyllingu, prófaðu það með Thickening sjampóinu og Thickening hárnæringunni okkar.

 

RevitaBrow® Advanced

Hárið á höfðinu á þér er alveg jafnt mikilvægt og það sem er á andlitinu, og þar kemur RevitaBrow Advanced inn. Vissir þú að aldrandi augabrúnir geta bætt mörgum árum við útlit manns? Það er sannleikurinn! Þegar endarnir á augabrúnunum okkar fara að sýna aldur, það er þá sem augun okkar fara að virðast minni og sokknari – og já í rauninni bara gömul! Flestum karlmönnum og konum langar í flottar og stórar augabrúnir, en því miður vorum við ekki öll fædd með svo sterkar augabrúnir. RevitaBrow Advanced vinnur í að styrkja, næra og vernda gegn öldrun og mengun í náttúrunni.  

Snyrtivörur

Á meðan við ætlumst ekki endilega til að karlmenn noti fullt af snyrtivörum, að þá eru litlir hlutir sem geta bætt útlitið. Hérna eru nokkrir af okkar uppáhalds:

 

Hi-Def Brow Gel

Þessi fjölnota vara er fullkomin fyrir karlmenn sem eru að leitast eftir að snyrta brúnirnar sínar (eða jafnvel skeggið)! Hvort sem það er að hylja gráu hárin, eða að fylla inn í tóm svæði eins og á þynnandi brúnum. Hi-Def Brow Gel bjargar þér með náttúrulegum, easy-to-use litum. Það er einnig fáanlegt í glærum lit sem er í rauninni ómögulegt að ná vitlaust, með aðeins nokkrum strokum verða brúnirnar og skeggið tilbúin í daginn. Það inniheldur einnig Peptíður og Hafra Beta Glucan sem nærir og styrkir brúnir og skeggið á meðan þú notar það. Hi-Def Brow Gel er fullkomin vara fyrir aðila sem eru að prófa í fyrsta skipti, en einnig fyrir lengra komna í skegg og brúna snyrtingu.

Hi-Def Brow Pencil

Hi-Def Brow Pencil er hin fullkomna leið til að bæta við smá detail eins og hentar, eins og að fylla inn í ör eða fylla í endana á augabrúnunum. Útkoman verður einstaklega náttúruleg þökk sé nákvæmninni í penslinum á Hi-Def Brow Pencil sem hjálpar til við að gera náttúrulegar hárlínur í brúnirnar. Þessi easy-to-use formúla inniheldur einnig E vítamín sem gefur brúnunum enn meiri alúð.

Húðvörur

Rétt eins og snyrtivörur að þá eru húðvörur ekki einungis fyrir konur! Við endurtökum – húðvörur eru ekki einungis fyrir konur – og hver einasti maður ætti að hafa góða húðrútínu. Húð er húð og aldur gerir ekki upp á milli! Tveir mikilvægustu þættirnir í að starta húðrútínu eru hreinsir og raki. Svona er best að byrja:

Micellar Water Lash Wash

Micellar vatn er ótrúlegt innihaldsefni – sem ætti að vera í öllum góðum húðrútínum. Með aðeins nokkrum strokum með bómul tekur það burt óhreinindi, olíu og snyrtivörur, og það þarf ekki einu sinni að skola það af! Við mælum með að þrífa andlitið með þínum reglulega hreinsi, nota síðan Micellar Water Lash Wash til að passa að andlitið, og þá sérstaklega augnsvæðið er tandurhreint.

AquaBlur™

Hugsaðu um það hvernig þér líður þegar líkamanum þínum skortir raka – þannig líður húðinni þinni líka þegar hana vantar raka. Það er mikilvægt að gefa húðinni raka tvisvar á dag til að halda henni heilbrigðri og passa upp á ysta lag húðarinnar. Við elskum einfalt rakakrem (eins og Cerave) fyrir andlit og háls, og eitthvað aðeins sérstakara fyrir augun eins og AquaBlur Hydrating Eye Gel & Primer. Þetta fjölnota kraftaverk gefur raka, hylur, mýkir og styrkir augnhárin og augabrúnirnar. Hvað meira gætiru beðið um í augngeli?

 

Tilbúin/n að byrja þína vegferð að bættara og betra hári, brúnum og húð? Verslaðu okkar uppáhalds vörur hér fyrir neðan!